Sprengja leyndist í „brúðkaupsgjöfinni“

Kort/Google

Brúðgumi og amma hans létust þegar pakki sem hann opnaði sprakk. Eiginkona mannsins særðist alvarlega en fólkið hélt að það væri að opna brúðkaupsgjöf. Atvikið átti sér stað í gær í ríkinu Odisha sem er í austurhluta Indlands.

Hjónin Soumya Sekhar og Reema Sahu gengu að eiga hvort annað 18. febrúar. Á föstudag héldu þau veislu og þeim barst pakki sem þau töldu að væri brúðkaupsgjöf. Það reyndist hins vegar vera sprengja í „gjöfinni“. 

Að sögn lögreglu er ekki vitað hvers vegna hjónin fengu þessa sendingu og þá er ekki vitað hver ber ábyrgð á ódæðinu.

Ættingjar fólksins segja að sprengjan hafi sprungið um leið og búið var að fjarlægja umbúðirnar.

Sehu og amma hans, hin 85 ára gamla Jemamani Sahu, létust af sárum sínum á sjúkrahúsi, að því er segir í frétt á vef BBC.

mbl.is
PENNAR
...
Land Crusier VX 2004
Til sölu Toyota L.C, vx árg. 2004. Í ágætu standi, ekinn 218 þús. Verð kr. 1.4...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...