Sprengja leyndist í „brúðkaupsgjöfinni“

Kort/Google

Brúðgumi og amma hans létust þegar pakki sem hann opnaði sprakk. Eiginkona mannsins særðist alvarlega en fólkið hélt að það væri að opna brúðkaupsgjöf. Atvikið átti sér stað í gær í ríkinu Odisha sem er í austurhluta Indlands.

Hjónin Soumya Sekhar og Reema Sahu gengu að eiga hvort annað 18. febrúar. Á föstudag héldu þau veislu og þeim barst pakki sem þau töldu að væri brúðkaupsgjöf. Það reyndist hins vegar vera sprengja í „gjöfinni“. 

Að sögn lögreglu er ekki vitað hvers vegna hjónin fengu þessa sendingu og þá er ekki vitað hver ber ábyrgð á ódæðinu.

Ættingjar fólksins segja að sprengjan hafi sprungið um leið og búið var að fjarlægja umbúðirnar.

Sehu og amma hans, hin 85 ára gamla Jemamani Sahu, létust af sárum sínum á sjúkrahúsi, að því er segir í frétt á vef BBC.

mbl.is
Le Corbusier LC4 Legubekkur með kálfskinni
Legubekkur eftir Le Corbusier með kálfskinni frá fyrirækinu CASINA - Verðhugmy...
Biskupstungur- sól og sumar..
Eigum lausa daga í sumar. Gisting fyrir 5-6. Heitur pottur, leiksvæði í nágrenni...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...