Lét lífið í snjóflóði

Kort/Google

Skíðakona lét lífið og þrír slösuðust þegar snjóflóð féll í fjallinu Tsa sem er við þorpið Arolla í svissnesku Ölpunum. Að sögn lögreglu féll flóðið um tvöleytið að staðartíma í gær. 

Skíðamennirnir fjórir, sem eru allir frá Sviss, skiptu sér í tvo hópa til að leita sér skjóls þegar flóðið féll. Fjórmenningarnir voru þá að skíða í gegnum þröngt skarð.

Þyrla flutti björgunarsveitarmenn á staðinn og þeim tókst að finna þrjá á lífi og grafa þá upp úr snjónum. 

Skíðamaðurinn sem lést var fertug kona að sögn lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert