Refsiaðgerðir jafngildi „stríðsyfirlýsingu“

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er væntanlega ekki sáttur við aðgerðir …
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er væntanlega ekki sáttur við aðgerðir Bandaríkjanna. AFP

Norðurkóresk stjórnvöld segja að hertar refsiaðgerðir gagnvart landinu jafngildi stríðsyfirlýsingu. Ummæli stjórnvalda í N-Kóreu koma í kjölfar ákvörðunar Trump Bandaríkjaforseta um að leggja á það sem hann kallaði „þyngstu refsiaðgerðir allra tíma“ gagnvart ríkinu. 

Stjórnvöld í Washington segja að markmið aðgerðanna sé að þvinga norðurkóresk stjórnvöld til að drga úr kjarnokuáætlun sinni, m.a. fyrirætlunum sínum um að smíða kjarnavopn. Refsiaðgerðirnar beinast gegn ríflega 50 norðurkóreskum fyrirtækjum, m.a. fyrirtækjum sem starfa í útflutningi.

„Eins og við höfum áður ítrekað sagt teljum við allar þvinganir sem beinast gegn okkur vera stríðsyfirlýsingu, og við munum ekki stöðva Bandaríkin hafi þau taugar til að mæta okkur á harkalegan máta,“ segir í yfirlýsingu sem norðurkóreska utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert