Hvetja Suu Kyi til þess að vakna

Þrír friðarverðlaunahafar Nóbels hvöttu Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma til þess að tjá sig um ofbeldið gagnvart rohingjum og tala gegn því. Að öðrum kosti eigi hún á hættu saksókn fyrir þjóðarmorð.

TawakkolKarman,ShirinEbadi ogMaireadMaguire hvetja leiðtoga Búrma til þess að vakna og bregðast við en þær heimsóttu í dag búðirrohingja í Bangladess. Búðir sem húsa tæplega milljón landflóttarohingja.

AFP

Maguire segir engan vafa leika á um að stjórnvöld í Búrma og herinn séu að fremja þjóðarmorð á þjóðarbroti rohingja. Maguire, sem fékk friðarverðlaunin á sínum tíma fyrir friðarbaráttu sína á Norður-Írlandi, segir að þær muni ekki sætta sig við þessa meðferð á rohingjum og fara með málið til Alþjóða stríðsglæpadómstólsins, ICC, og að þeir sem beri ábyrgð verði dregnir til ábyrgðar.

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að kerfisbundið ofbeldi yfirvalda í Búrma gagnvar rohingjum í Rakhine-héraði sé mögulega hægt að lýsa sem þjóðarmorði og þjóðernishreinsunum. Hins vegar hafa stjórnvöld og herinn ekki verið sökuð um stríðsglæpi.

SuuKyi, sem eitt sinn var álitin boðberi mannrétttinda, hefur verið rúin trausti alþjóðasamfélagsins vegna aðgerðarleysis þegar kemur að málefnumrohingja. Hefur þess verið krafist að hún verði svipt friðarverðlaunum Nóbels vegna málsins en þau hlaut hún árið 1991.

Tawakkol Karman og Mairead Maguire.
Tawakkol Karman og Mairead Maguire. AFP

Karman, sem er aðgerðarsinni frá Jemen, varar Suu Kyi við því að hún verði ein þeirra sem verði ákæð fyrir ICC ef hún rýfur ekki þögn sína. Karman átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hún ræddi við fréttamenn eftir tveggja daga heimsókn í Cox flóttamannabúðirnar. 

„Þetta er ákall til systur okkar, Aung San Suu Kyi, um að vakna. Annars verður komið upp um hana sem einn af þeim sem fremja níðingsverkin.“

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert