Skepnan úr austri bítur fast

Að minnsta kosti tíu hafa látist í fimbulkulda í Evrópu undanfarna þrjá daga en kuldakastið hefur fengið viðurnefnið „skepnan úr austri“. Ástæðan er kaldur vindur sem berst vestur yfir álfuna frá Síberíu.

Róm í gær.
Róm í gær. AFP

Óttast er að kuldinn muni taka frekari toll og eru heimilislausir og eldra fólk í mestri hættu. Víða hefur þurft að fella niður kennslu og eins hafa samgöngur gengið úr skorðum vegna ófærðar. 

Á sama tíma er óvenjuhlýtt á norðurslóðum líkt og Íslendingar hafa orðið varir við undanfarna daga. 

Malmö í Svíþjóð.
Malmö í Svíþjóð. AFP

Aftur á móti bítur kuldinn Rómarbúa en þar snjóaði í fyrsta skipti í sex ár í gær og mældist 4 stiga frost þar. Er jafnvel búist við því að aflýsa þurfi leikjum í ítölsku deildinni annað kvöld útaf kuldanum. Einna kaldast í Evrópu var í DolinaCampoluzzo á Norður-Ítalíu en þar mældist frostið 40 gráður. Veðurstöðin er í 1.768 metra hæð.

Frá Stokkhólmi í Svíþjóð.
Frá Stokkhólmi í Svíþjóð. AFP

Í Póllandi hafa að minnsta kosti fjórir látist í kuldakastinu frá því á laugardag en þar mældist 12 stiga frost í nótt. Í Litháen var 20 stiga frost í nótt en þar hafa þrír látist. Spáð er 10 stiga frosti í Frakklandi í vikunni. Þar eru þrír látnir.

Frá Nice í Suður-Frakklandi.
Frá Nice í Suður-Frakklandi. AFP


Á sunnudag lést 35 ára gamall heimilislaus maður í borginni Valence í suðausturhluta Frakklands og á föstudag fannst 62 ára gamall maður látinn í kofa sínum í skóglendi fyrir utan París. Sá þriðji fannst látinn á víðavangi í Gresy-sur-Aix síðdegis í gær.

Skepnan frá Síberíu bítur í kinnar fólks víða í Evrópu.
Skepnan frá Síberíu bítur í kinnar fólks víða í Evrópu. AFP

Í hluta Evrópu hafa stjórnvöld fyrirskipað sveitastjórnum að koma upp neyðarskýlum fyrir heimilislausa og í Brussel í Belgíu hafa heimilislausir verið þvingaðir til þess að fara í slík skýli. Að öðrum kosti verði þeir settir í varðhald.

Bæjarstjórinn íEtterbeek,VincentDeWolf, segir að það sé á ábyrgð yfirvalda að koma í veg fyrir að íbúarnir deyi úr kulda en þar er spáð 15 stiga frosti annað kvöld.

Frá Ljubljana í Slóveníu.
Frá Ljubljana í Slóveníu. AFP

Í Berlín eru nánast öll neyðarskýli fullnýtt en frostið hefur farið niður í 20 gráður víða í Þýskalandi.

Á stöðum eins og Nice í Suður-Frakklandi hefur snjóað og við strönd Adríahafs í Króatíu hefur þurft að loka þjóðvegum vegna snjókomu.

Flóttafólk í Frakklandi fær hér heita súpu að borða.
Flóttafólk í Frakklandi fær hér heita súpu að borða. AFP
Frá Róm á Ítalíu.
Frá Róm á Ítalíu. AFP
Sofía í Búlgaríu.
Sofía í Búlgaríu. AFP
Promenade des Anglais í Nice.
Promenade des Anglais í Nice. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert