Upphaflega talið að Maddy væri dáin

Madeleine Wilford ræddi við fjölmiðla í gær. Hún er þakklát …
Madeleine Wilford ræddi við fjölmiðla í gær. Hún er þakklát læknunum sem björguðu lífi hennar eftir skotárásina. Skjáskot/CNN

Madeleine Wilford þurfti að fara í þrjár stórar aðgerðir vegna sáranna sem hún fékk eftir kúlur AR-15 hríðskotariffilsins. Hún var eitt fórnarlamba  Nicholas Cruz, sem myrti 17 nemendur og kennara  Mar­jory Stonem­an Douglas-fram­halds­skól­ans í Flórída á Valentínusardag, en hefur síðan náð undraverðum bata.

„Upphaflega var talið að Maddy væri dáinn,“ hefur Guardian eftir Laz Ojeda hjá slökkviliðinu í Coral Springs, en hann var í hópi fyrstu bráðaliða sem fóru inn í skólann. „Hún var mjög föl. Fernandez lögregufulltrúi hristi hana þá til að sjá hvort hún væri á lífi. Hún tók á andköf eða hreyfði sig. Það var lífsmark með henni.“

Læknarnir og bráðaliðarnir sem veittu Madeleine aðhlynningu, ræddu ásamt við fjölmiðla í gær ásamt Madeleine og foreldrum hennar. Hún hefur nú náð undraverðum bata og var útskrifuð af sjúkrahúsi viku eftir árásina þrátt fyrir að hafa orðið fyrir fjölda skotsára.

Ojeda sagði bráðaliða hafa hindrað loft í að komast úr lunga Wilson sem hafði fallið saman og að þegar hún var kominn inn í sjúkrabílinn hafi hún náð að hvísla að sér nafn sitt og aldur. Hann ákvað þá að fara með hana á bráðadeild Broward North sjúkrahússins, sem var 32 km nær en aðalsjúkrahúsið.

„Ég er enginn læknir, en mitt mat var að lokunin hindraði að lungað í að falla alveg saman sem gæti þá orðið henni að bana fyrr,“ sagði Ojeda.

Var föl og sýndi lítil viðbrögð

Madeleine, sem þykir efnilegur körfuboltaleikmaður, var í lífhættu fyrstu daga sína á sjúkrahúsinu. Hún fékk fjölda blóðgjafa og þurfti að gangast undir þrjár stórar aðgerðir til að lagfæra skemmdirnar sem byssukúlurnar ollu.

„Hún var með áberandi skotsár á brjósti, í kviði og handlegg og var auk þess í blóðþurrðarlosti,” sagði Igor Nichiporenko, yfirmaður bráðalækninga á Broward North. „Hún var mjög föl og sýndi lítið viðbrögð. Sárin á brjósti hennar voru alvarleg og blæðingin mikil.“ Sagði hann Madeleine hafa verið mjög heppna að lifa árásina af.

Madeleine var í hópi þriggja nemenda Mar­jory Stonem­an Douglas-fram­halds­skól­ans sem Nichiporenko og teymi hans björguðu. „Við sjáum svona sár, skotsár og innri áverka, næstum daglega. Þess vegna stóðum við okkur vel,“ sagði hann. „Ég er ánægður með að Maddy og foreldrar hennar séu hér að fagna bata hennar.”

David Wilford, pabbi Madeleine, sagði ekki hægt að finna fyrir neinu nema þakklæti. „Þetta er búið að vera algjört kraftaverk,“ sagði hann. Sjálf sagðist Madeleien ekki geta þakkað bráðaliðunum og læknunum nógsamlega.

„Ég væri ekki hér án þeirra,“ sagði hún. „Ég er mjög þakklát að þetta hefur gengið svona vel og að ég er að ná fullum bata.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert