Puig­demont gefur ekki kost á sér

Carles Puigdemont hefur ákveðið að stíga til hliðar í þeirri …
Carles Puigdemont hefur ákveðið að stíga til hliðar í þeirri von að sátt náist í deilum aðskilnaðarsinna og stjórnvalda á Spáni. AFP

Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seti heima­stjórn­ar Katalón­íu, mun ekki sækjast eftir því að verða útnefndur forseti Katalóníu á ný. Þetta kemur fram í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum.

Puig­demont hef­ur verið í út­legð í Belg­íu frá því hann lýsti yfir sjálf­stæði Katalón­íu í októ­ber í fyrra í kjöl­far um­deildra kosn­inga sem spænsk stjórn­völd úr­sk­urðuðu ólög­leg­ar.

Í frétt BBC kemur fram að með því að stíga til hliðar vilji Puigdemont reyna að greiða pólitíska blindgötu sem myndast hefur eftir kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu í fyrra. Með ákvörðun sinni vonast hann til að hægt verði að finna lausn á deilu aðskilnaðarsinna og spænskra yfirvalda.

Spænsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um ákvörðun Puigdemont.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert