Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk

AFP

Átta voru handteknir af hryðjuverkadeild belgísku lögreglunnar í Molenbeek-hverfinu í Brussel í gær. Fólkið er grunað um að skipuleggja hryðjuverkaárás.

Samkvæmt frétt La Derniere Heure var fólkið tekið til yfirheyrslu og er búist við að óskað verði eftir því að það verði úrskurðað í gæsluvarðhald en ekki hefur verið upplýst nánar um hvar og hvenær stóð til að fremja hryðjuverk. Molenbeek var mjög í fréttum í tengslum við hryðjuverkaárásir í París og Brussel fyrir tveimur árum en árásarmennirnir komu margir þaðan.

Flestir hinna handteknu voru teknir höndum við húsleitir í Molenbeek en einnig í Geraardsbergen og Mechelen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert