Kim Jong-un fundar með sendisveit S-Kóreu

Sendinefndir Norður- og Suður-Kóreu funda hér í dag. Kim Jong-un, …
Sendinefndir Norður- og Suður-Kóreu funda hér í dag. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fundaði einnig með nefndunum. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fundaði í dag með sendinefnd háttsettra embættismanna frá Suður-Kóreu. Er þetta í fyrsta skipti frá því að Kim tók við völdum árið 2011 sem hann hefur fundað með ráðamönnum í Suður-Kóreu.

Fundurinn var haldinn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Er honum ætlað að hefja á ný samræður milli ríkjanna á Kóreuskaganum, en nokkur þíða hefur verið í samskiptum þessara nágranna frá því á Ólympíuleikunum í síðasta mánuði að því er BBC greinir frá.

Það kom engu að síður á óvart að m.a. sendifulltrúa Suður-Kóreu voru tveir ráðherrar, upplýsingamálaráðherrann Suh Hoon og þjóðaröryggisráðherrann Chung Eui-yong.

Ríkisútvarp Norður-Kóreu segir Ri Son-gwon, sem leiddi viðræður þjóðanna fyrir Ólympíuleikana, hafa tekið á móti nefndinni á flugvellinum.

Viðræðunum mun halda áfram á morgun, en þær eru af hálfu Suður-Kóreu, ætlaðar sem skref í þá átt að Norður-Kóreu láti af kjarnavopnaáætlun sinni og til að koma á viðræðum milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á laugardag að Bandaríkin væru tilbúin að funda með ráðamönnum í Norður-Kóreu, en til þess að af því yrði þá þyrfti ríkið fyrst að losa sig við kjarnavopn sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert