Renzi segir af sér

Matteo Renzi, ætlar nú einnig að segja af sér sem …
Matteo Renzi, ætlar nú einnig að segja af sér sem leiðtogi ítalska demókrataflokksins. AFP

Matteo Renzi, leiðtogi ítalska demókrataflokksins, tilkynnti síðdegis í dag að hann segi af sér sem leiðtogi. Flokkurinn, sem var fór fyrir bandalagi miðju- og vinstriflokka sem fóru með stjórnina á síðasta kjörtímabili, galt afhroð í þingkosningunum sem fram fóru á Ítalíu í gær.

„Ég mun augljóslega segja af mér,“ sagði Renzi við fjölmiðla í Róm. Hann sagði af sér sem forsætisráðherra landsins 2016 eftir að Ítalir höfnuðu tillögu hans um stjórnarskrárbreytingu.

Eng­inn einn flokk­ur nýt­ur stuðnings meiri­hluta kjós­enda eftir kosningarnar í gær og ekk­ert kosn­inga­banda­lag held­ur. Aft­ur á móti er ljóst að po­púl­ist­ar eru sig­ur­veg­ar­ar dags­ins.  

Allt bend­ir til þess að banda­lag hægri flokka und­ir stjórn fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, Sil­vio Berlusconi, hafi fengið flest at­kvæði í neðri deild þings­ins, eða 248-268 sæti. Til þess að ná meiri­hluta þarf 316 þing­sæti. Því má bú­ast við því að það taki marg­ar vik­ur að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert