Kóreuríkin halda ráðstefnu í apríl

Kim Jong-un tekur í höndina á Chung Eui-yong á fundi …
Kim Jong-un tekur í höndina á Chung Eui-yong á fundi þeirra í gær. AFP

Stjórnvöld í Suður- og Norður-Kóreu hafa ákveðið að halda ráðstefnu við landamæri sín í apríl.

Þetta sagði Chung Eui-yong, þjóðaröryggisráðgjafi Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, eftir fund með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í borginni Pyongyang.

„Suðrið og norðrið hafa samþykkt að halda þriðju ráðstefnuna í Panmunjom seint í apríl,“ sagði Chung Eui-yong og átti þar við landamærabæinn þar sem öryggisgæsla er mikil.

Einnig kom fram í viðræðunum í Pyongyang að Norður-Kóreumenn séu reiðubúnir til að afvopnast ef öryggi þjóðarinnar verður tryggt.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert