Réttarhöldin yfir Madsen hefjast á morgun

Peter Madsen ræðir við lögreglumenn fyrst eftir að hann kom …
Peter Madsen ræðir við lögreglumenn fyrst eftir að hann kom í land. Réttarhöld yfir honum hefjast á morgun. AFP

Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt og aflimað sænsku blaðakonuna Kim Wall, hefjast í Kaupmannahöfn í fyrramálið.

Alls hafa 37 vitni verið boðuð en gert er ráð fyr­ir því að rétt­ar­höld­in standi yfir í 12 daga. Madsen hef­ur játað að hafa bútað lík Wall niður en neit­ar að hafa myrt hana um borð í kaf­bát sín­um. Hann seg­ir hana þess í stað hafa lát­ist af slys­för­um 10. ág­úst. Verj­andi hans, Bet­ina Hald Eng­mark, hef­ur ekki upp­lýst hvað hann muni segja við rétt­ar­höld­in.

Mikill áhugi fjölmiðla er á málinu og hafa 125 blaðamenn frá 15 löndum óskað eftir að vera viðstaddir réttarhöldin, að því er danska ríkisútvarpið DR greinir frá. Fjölmiðlar á borð við BBC og New York Times munu m.a. fylgjast með réttarhöldunum, sem og kínversk sjónvarpsstöð með 200 milljónir áhorfenda.

20 fjölmiðlamenn fá að vera viðstaddir í dómsalnum sjálfum, en aðrir fjölmiðlamenn verða að gera sér að góðu að fylgjast með réttarhöldunum af skjá í öðru herbergi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert