Réttarhöldin yfir Madsen hafin

Peter Madsen er 46 ára frumkvöðull. Kim Wall var þrítugur, …
Peter Madsen er 46 ára frumkvöðull. Kim Wall var þrítugur, sænskur blaðamaður.

Réttarhöldin yfir Peter Madsen, manninum sem er ákærður fyrir að hafa myrt og aflimað sænsku blaðakonuna Kim Wall, eru hafin í Kaupmannahöfn.

Madsen er sakaður um að hafa drepið Wall og bútað lík hennar svo niður og hent því í sjóinn. Auk þess er hann sakaður um að hafa beitt blaðakonuna grófu kynferðislegu ofbeldi. Verði Madsen fundinn sekur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi; 15 til 17 ár í fangelsi eða vist á réttargeðdeild.

Fjölmiðlafólk og vitni standa í röð fyrir utan dómsalinn í …
Fjölmiðlafólk og vitni standa í röð fyrir utan dómsalinn í morgun. AFP

BBC greinir frá því að um 40 manns muni bera vitni fyrir dómi á næstu vikum en gert er ráð fyrir því að réttarhöldin taki nokkrar vikur. Áhugi fjölmiðla á málinu er mikill en samkvæmt danska ríkisútvarpinu hafa 125 blaðamenn frá 15 löndum óskað eftir því að vera viðstaddir réttarhöldin.

Madsen neitar sök en segir slys hafa átt sér stað um borð í kafbátnum en hefur viðurkennt að hafa bútað lík Wall niður og hent því í sjóinn. Hann hefur ítrekað breytt framburði sínum frá því málið kom upp 11. ágúst.

 Hér er hægt að fylgjast með réttarhöldunum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert