Segir að Wall hafi kafnað í kafbátnum

Peter Madsen er 46 ára frumkvöðull. Kim Wall var þrítugur, …
Peter Madsen er 46 ára frumkvöðull. Kim Wall var þrítugur, sænskur blaðamaður.

Peter Madsen sagði fyrir dómi í Kaupmannahöfn nú fyrir stundu að Kim Wall hefði kafnað í kafbátnum hjá honum í ágúst síðastliðnum. Madsen er ákærður fyrir að hafa myrt Wall en hann segist hafa verið að laga mótorinn þegar hún kafnaði.

Madsen viðurkenndi að hann hefði sagað útlimi af Wall en sagðist ekki hafa myrt hana. Líkamsleifar Wall fundust ellefu dögum eftir að hún hvarf.

Madsen segir að lofþrýstingur í bátnum hafi skyndilega fallið með þeim afleiðingum að Wall lét lífið. Hann hafi sjálfur verið staddur úti undir berum himni þegar þetta gerðist.

Hann kveðst hafa átt í vandræðum með að opna hlerann á kafbátnum og þegar það tókst var Wall meðvitundarlaus. Áður hafði Madsen sagt að Wall hefði fengið hlerann í höfuðið og látist af þeim völdum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert