Ráðherra Norður-Kóreu til Svíþjóðar

Samkvæmt frétt sænska blaðsins Dagens Nyheter mun Wallström hitta kollega …
Samkvæmt frétt sænska blaðsins Dagens Nyheter mun Wallström hitta kollega sinn frá Norður-Kóreu á næstunni. AFP

Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, mun á næstunni heimsækja Svíþjóð, að því er fram kemur í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter. Samkvæmt heimildum blaðsins mun hann eiga fund með Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Ekki var þó tilgreint hvert efni fundarins yrði.

Sænska utanríkisráðuneytið neitaði þó að svara fyrir þessar fréttir þegar AFP-fréttastofan hafði samband við ráðuneytið í dag. Fréttir af fundi utanríkisráðherranna koma aðeins tæpum sólarhring eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá því að hann hefði samþykkt að hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, til að ræða um eldflaugatilraunir þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert