„Höldum Bandaríkjunum stórkostlegum!“

Þrátt fyrir að árið 2018 sé rétt aðeins byrjað og rúm tvö ár þangað til næstu forsetakosningar í bandaríkjunum fara fram þá er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, strax tilbúinn með slagorð næstu kosningabaráttu og því ljóst að hann ætlar að bjóða sig fram til endurkjörs í embættið.

Slagorðið er í takt við það sem hann notaði síðast og í rauninni beint framhald: „Keep America great“ eða „Höldum Bandaríkjunum stórkostlegum!“ Þessu greindi hann frá að fjöldafundi í Pittisburgh í gærkvöldi og hlaut mikið lof fyrir.

Slagorðið sem hann notaðist við í síðustu baráttu var: „Make America Great Again“ eða „Gerum Bandaríkin aftur stórkostleg“.

Trump sagðist á fundinum vera til í að taka slaginn á mótinn Opruh Winfrey, en vangaveltur hafa verið uppi um að hún bjóði sig fram til forseta árið 2020, og margir hafa hvatt hana til þess. Hún reyndar sagt að hún hafi ekki áhuga, en það var áður en hugmyndir um framboð hennar fóru á flug í janúar á þessu ári.

„Væri ekki frábært ef ég færi fram á móti Opruh?“ spurði Trump mannfjöldann sem fagnaði ákaft. „Ég væri til í að sigra hana. Ég þekki veikleika hennar,“ bæti forsetinn við.

Þá gagnrýndi Trump Elizabeth Warren, þingkonu Demókrata, og hæddist jafnframt að henni með því að kalla hana Pocahantas. Þingmaðurinn Bernie Sanders, sem bauð sig fram sem forsetaefni Repúblikana á móti Hillary Clinton fyrir síðustu kosningar fékk einnig sinn skerf af háði.

„Ég hlakka til ársins 2020. Mig langar að sjá hve langt til vinstri frambjóðandinn á móti mér er tilbúinn að fara, sjá á móti hverju við verðum að berjast.“

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert