Leifar af taugagasi fundust á krám

250 lögreglumenn í hryðjuverkadeild lögreglunnar vinna að rannsókn málsins.
250 lögreglumenn í hryðjuverkadeild lögreglunnar vinna að rannsókn málsins. AFP

Um 500 gestum kráa og veitingastaða í Salisbury hefur verið sagt að þrífa eigur sínar í varúðarskyni eftir að leifar af taugagasi fundust á kránni Mill og veitingastaðnum Zizzi við rannsókn á morðtilræðinu á fyrrverandi njósnarnum Sergei Skripal og Juliu dóttur hans. BBC greinir frá.

Hættan fyrir almenning er talin lítil, en öllum þeim gestum sem sóttu þessa tvo staðið eftir klukkan 13:30 síðastliðinn sunnudag hefur verið rálagt að þrífa eigur sínar.

Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury síðastliðinn sunnudag og hafa legið á gjörgæslu síðan. Fyrir liggur að taugagas var notað til að reyna að myrða þau.

Mælt er með því að fólk þvo föt sín eða fari með þau í hreinsun. Þá skal þrífa töskur, síma og önnur raftæki með hreinsiklútum og skargripi upp úr volgu vatni og uppþvottalegi.

Enginn er talinn í bráðri hættu vegna eitursins en möguleiki er á því að snerting og geti leitt til heilsubrests þegar til lengri tíma er litið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert