Listhaug gengur of langt segir Solberg

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. AFP

Forsætisráðherra Noregs, Erna Solberg, telur að Sylvi Listhaug, sem er ráðherra dómsmála og innflytjenda, hafi gengið of langt í færslu sinni á Facebook þar sem hún sakar Verkamannaflokkinn um að telja hryðjuverkamenn mikilvægari en þjóðaröryggi. 

Listhaug skrifaði færsluna á Facebook á föstudagsmorgun og birti með mynd af vígamönnum. 

Rætt var við Solberg um málið í norska ríkissjónvarpinu í dag og hún segir að ráðherrann hafi gengið of langt. Stundum sé því þannig farið að mælskan yfirskyggi innihaldið og hún telji að svo sé í þessu tilviki. Listhaug viti alveg skoðun hennar á þessum skrifum en Solberg vill ekki segja hvort hún telji að ráðherrann eigi að taka færsluna út. 

Eðlilegt sé að ráðherra gæti orða sinna og það sé ekki bara Listhaug sem verði að hafa slíkt í huga.

Frétt NRK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert