Mannskæðasta flugslys í Nepal í áratugi

Fjölmargir tóku þátt í björgunaraðgerðum.
Fjölmargir tóku þátt í björgunaraðgerðum. AFP

49 manns létust í einu mannskæðasta flugslysi sem orðið hefur í Kathmandu í Nepal í um þrjá áratugi. Alls voru 71 um borð í flugvélinni. Eldur kviknaði flugvélinni þegar hún brotlenti nálægt flugvellinum og rann inn á nærliggjandi fótboltavöll. 

40 manns létust samstundis um borð í flugvélinni og níu til viðbótar létust á sjúkrahúsi. 22 voru fluttir slasaðir á sjúkrahús og nokkrir þeirra eru alvarlega slasaðir. Þetta segir Manoj Neupane, talsmaður lögreglunnar.      

Vél­in er í eigu flug­fé­lags­ins US-Bangal frá Bangla­dess. 

Orsök slyssins liggja ekki fyrir. Í yfirlýsingu frá flugvellinum er greint frá því að flugvélin „hafi ekki verið í lagi“ þegar hún lenti. Hins vegar fullyrti framkvæmdastjóri flugfélagsins að mistökin liggi hjá flugumferðarstjórninni við blaðamenn fyrir utan aðalstarfsstöðina í Dhakar Bangladess.

Að sögn heimildarmanns AFP-fréttaveitunnar, sem vildi ekki koma fram undir nafni, benti hann á að mögulega hafi komið upp vandamál í samskiptum flugmannsins og flugumferðarstjórnar um hvort vélin ætti að lenda á braut 20 eða 02.  

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert