Rússar bera „mjög líklega“ ábyrgð

Theresa May á þingi í dag.
Theresa May á þingi í dag. AFP

Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, sagði fyrir stundu að það væri „mjög líklegt“ að Rússar stæðu á bak við tilræðið þegar eitrað var fyrir Ser­gei Skripal, fyrrverandi rússneskum njósnara, og dóttur hans.

„Það er mjög líklegt að Rússar beri ábyrgð á árásinni,“ sagði May en hún fundaði með breska þjóðaröryggisráðinu í dag. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar var feðginunum byrlað taugaeitri en þau fundust meðvitundarlaus á bekk 4. mars.

May sagði að taugagasið sem var notað hefði verið rakið til rússneska hersins. Því væri annað hvort um að ræða beina árás stjórnvalda í Mosvku gegn Bretlandi eða að efnið hefði komist í hendur annarra.

Skripal-feðginin eru enn á gjör­gæslu, ástand þeirra er stöðugt en al­var­legt. Lög­reglumaður, Nick Bailey, sem var meðal þeirra fyrstu sem kom á vett­vang þegar feðgin­in fund­ust meðvit­und­ar­laus á bekk við versl­un­ar­miðstöð í Sal­isbury fyr­ir rúmri viku er að ná heilsu. Hann er kom­inn til meðvit­und­ar og far­inn að geta tjáð sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert