Rússar segja að Bretar séu tapsárir

Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðherrans.
Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðherrans. AFP

Rússar sökuðu Breta í dag um að reyna að grafa undan trausti í garð þeirra áður en heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Rússlandi í sumar. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði fyrr í dag að það væri mjög líklegt að Rússar hefðu eitrað fyrir fyrrverandi njósnara sínum á breskri grundu.

„Við höfum oft varað því því að áður en mótið hefst í sumar munu vestrænir fjölmiðlar hefja herferð gegn Rússlandi og Rússum og reyna að grafa undan trausti í garð okkar,“ kom fram á Facebook-síðu utanríkisráðuneytis Rússlands.

„Eins og við var að búast hafa Englendingar verið fremstir í flokki í þessum áróðri vegna þess að þeir geta ekki sætt sig við að okkar land var valið en ekki þeirra til að halda mótið,“ kom enn fremur fram hjá utanríkisráðuneytinu.

„Þetta er skrípaleikur í breska þinginu,“ sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðherrans.

Feðgin­in, Ser­gei og Ju­lia Skripal eru enn á gjör­gæslu en þau fundust meðvitundarlaus á bekk 4. mars. Ástand þeirra er stöðugt en al­var­legt. Lög­reglumaður, Nick Bailey, sem var meðal þeirra fyrstu sem kom á vett­vang þegar feðgin­in fund­ust er að ná heilsu. Hann er kom­inn til meðvit­und­ar og far­inn að geta tjáð sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert