Tillerson tekur í sama streng og May

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tekur undir orð Theresu May, forsætisráðherra …
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tekur undir orð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að Rússar beri ábyrgð á taugaeiturárás sem Ser­gei Skripal, fyrr­ver­andi rúss­nesk­ur njósn­ari, og dótt­ir hans urðu fyrir í síðustu viku. AFP

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, telur, líkt og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að Rússar beri ábyrgð á til­ræðinu þegar eitrað var fyr­ir Ser­gei Skripal, fyrr­ver­andi rúss­nesk­um njósn­ara, og dótt­ur hans.

„Við berum fullt traust til rannsóknar breskra stjórnvalda og þeirra mats að Rússar eru líklega ábyrgir fyrir taugaeiturárásinni í Salisbury í síðustu viku,“ segir Tillerson.

Hann segir jafnframt að þeir sem frömdu glæpinn þurfi að sæta refsingum, sem og þeir sem skipulögðu hann. „Það ríkir samstaða um það meðal bandamanna okkar í Bretlandi og við munum áfram samræma viðbrögð okkar,“ segir Tillerson.

Skripal-feðgin­in eru enn á gjör­gæslu, ástand þeirra er stöðugt en al­var­legt. May sagði á breska þinginu fyrr í dag að taugagasið sem var notað hefði verið rakið til rúss­neska hers­ins. Því væri annaðhvort um að ræða beina árás stjórn­valda í Moskvu gegn Bretlandi eða að efnið hefði kom­ist í hend­ur annarra.

Frétt mbl.is: Rússar bera „mjög líklega“ ábyrgð 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert