„Ekkert réttlætir“ árás Tyrkja í Sýrlandi

Íbúar Afrin-borgar hafa flúið í hundraðavís, m.a. til borgarinnar Nubol ...
Íbúar Afrin-borgar hafa flúið í hundraðavís, m.a. til borgarinnar Nubol sem er skammt frá Aleppo. AFP

Stjórnvöld í Frakklandi segja að „ekkert réttlæti“ umfang árása Tyrkja í Sýrlandi. Þann 20. janúar hóf her Tyrkja hernaðaraðgerð handan landamæranna gegn Kúrdum. Telja þeir að Varnarsveitir Kúrda í Sýrlandi séu nátengdar hreyfingu Kúrda í Tyrklandi sem barist hafa fyrir sjálfstæði í austurhluta landsins í um þrjá áratugi. 

Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, beindi orðum sínum til tyrkneskra stjórnvalda í dag og sagði að áhyggjur af öryggi réttlættu engan veginn umfang aðgerða þeirra í Sýrlandi. „Ef áhyggjur Tyrkja af landamærum sínum eru góðar og gildar þá réttlætir það engan veginn aðgerðir tyrkneskra hermanna inni í miðju Afrin-héraði,“ sagði Le Drian á franska þinginu í dag. 

Hernaðaráhlaup Tyrkja á svæðinu er gert í banda­lagi við liðsmenn Frels­is­hers Sýr­lands (FSA) sem hef­ur nú bar­ist við hlið annarra upp­reisn­ar­hópa í sjö ár gegn stjórn­ar­her Bash­ar al-Assads Sýr­lands­for­seta. Aðgerðin hef­ur verið kölluð „Ólífu­grein­in“ og hefur nú staðið í um sjö vikur. Á þeim tíma hefur Tyrkjum tekist að ná stórum landssvæðum Kúrda á sitt vald. Nú hafa þeir umkringd borgina Afrin. Þaðan hafa hundruð manna flúið síðustu sólarhringa.

mbl.is
Springum út í allt sumar.. þú getur meira með Cupid.is Kynlífsvörur ss titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkkur www.cupid.is
Springum út í allt sumar.. þú getur meira með Cupid.is Unaðsvörur , ódýrar kynl...
Bílskúrshurðaopnari með fjarstýringu.
Hurðaopnari fyrir bílskúr til sölu. Tegund,BERNAL typ: BA 1000, kr; 9600.-up...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...