„Ekkert réttlætir“ árás Tyrkja í Sýrlandi

Íbúar Afrin-borgar hafa flúið í hundraðavís, m.a. til borgarinnar Nubol ...
Íbúar Afrin-borgar hafa flúið í hundraðavís, m.a. til borgarinnar Nubol sem er skammt frá Aleppo. AFP

Stjórnvöld í Frakklandi segja að „ekkert réttlæti“ umfang árása Tyrkja í Sýrlandi. Þann 20. janúar hóf her Tyrkja hernaðaraðgerð handan landamæranna gegn Kúrdum. Telja þeir að Varnarsveitir Kúrda í Sýrlandi séu nátengdar hreyfingu Kúrda í Tyrklandi sem barist hafa fyrir sjálfstæði í austurhluta landsins í um þrjá áratugi. 

Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, beindi orðum sínum til tyrkneskra stjórnvalda í dag og sagði að áhyggjur af öryggi réttlættu engan veginn umfang aðgerða þeirra í Sýrlandi. „Ef áhyggjur Tyrkja af landamærum sínum eru góðar og gildar þá réttlætir það engan veginn aðgerðir tyrkneskra hermanna inni í miðju Afrin-héraði,“ sagði Le Drian á franska þinginu í dag. 

Hernaðaráhlaup Tyrkja á svæðinu er gert í banda­lagi við liðsmenn Frels­is­hers Sýr­lands (FSA) sem hef­ur nú bar­ist við hlið annarra upp­reisn­ar­hópa í sjö ár gegn stjórn­ar­her Bash­ar al-Assads Sýr­lands­for­seta. Aðgerðin hef­ur verið kölluð „Ólífu­grein­in“ og hefur nú staðið í um sjö vikur. Á þeim tíma hefur Tyrkjum tekist að ná stórum landssvæðum Kúrda á sitt vald. Nú hafa þeir umkringd borgina Afrin. Þaðan hafa hundruð manna flúið síðustu sólarhringa.

mbl.is
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...