Hríðarbylur í Boston

Vegfarendur fara sér hægt á götum Boston í dag.
Vegfarendur fara sér hægt á götum Boston í dag. AFP

Hríðarbyl er spáð í Boston og víðar í Massachusetts sem og í New Hampshire og Maine. Varað er við ferðalögum á þessum svæðum enda mikilli snjókomu spáð sem og hvassviðri. Búist er um 60 sentímetra djúpum snjó á sumum svæðum í Boston svo dæmi sé tekið. Þar fóru samgöngur úr skorðum þegar í morgun. 

Í frétt CNN segir að veðurviðvaranir hafi verið gefnar út á svæðum sem telja samanlagt um 45 milljónir íbúa. Margir skólar eru lokaðir vegna veðurs. 

Annar hríðarbylur hafði nýskilið við er þessi hóf að láta til sín taka. 

Þó að liðið sé á vetur er ekki óalgengt að veður sem þessi gangi yfir þetta svæði í Bandaríkjunum. Árið 2015 var einnig hríðarbylur á sama árstíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert