Trump tekur til

Rex Tillerson víkur fyrir Mike Pompeo.
Rex Tillerson víkur fyrir Mike Pompeo. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilkynnti nú fyrir skömmu um töluverðar breytingar á skipan helstu embættismanna bandaríska ríkisins. Til að mynda verður  Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, látinn fara og í hans stað kemur núverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, Mike Pompeo. Í stað Pompeo kemur Gina Haspel og verður hún fyrsta konan til að stýra CIA.

„Mike Pompeo, framkvæmdastjóri CIA, verður nýr utanríkisráðherra. Hann mun skila frábæru starfi,“ skrifar Trump á Twitter og bætir við: „Þakkir til þín Rex Tillerson,“ bætir hann við.

 Tillerson var ekki lengi í starfi enda hafa hann og Trump ítrekað verið ósammála í mikilvægum málum varðandi utanríkisstefnu landsins. 

Rex Tillerson hafði ekki hugmynd um að Trump ætlaði að reka hann úr embætti utanríkisráðherra fyrr en greint var frá því á Twitter. Hann hefur ekki fengið upplýsingar um hvers vegna hann var látinn fara en Trump segir að þeim hafi samið ágætlega en verið ósammála um ýmsa hluti. Þar á meðal kjarnorkuvopnasamkomulagið við Íran. 

„Þegar horft er til baka til samningsins við Íran þá fannst mér hann hræðilegur en honum fannst samningurinn í fínu lag. Ég vildi annað hvort slíta honum eða gera eitthvað en hann var ósammála. Svo við hugsuðum ekki það sama,“ sagði Trump við fréttamenn.

"When you look at the Iran deal, I thought it was terrible, he thought it was okay. I wanted to either break it or do something, he felt a little differently. So we were not really thinking the same."

Í frétt New York Times kemur fram að Tillerson hafi verið mánuðum saman úti í kuldanum hjá Trump en forsetinn hafi þrjóskast við og ætlað sér að halda honum áfram í embættinu. En í síðustu viku varð umheiminum ljóst hversu mikið Tillerson hafði fjarlægst innsta hring stuðningsmanna Trumps þegar Trump samþykkti boð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, án þess að ræða það við utanríkisráðherra sinn en Tillerson var í Afríku á þeim tíma. 

Í tilkynningunni sem birt var í kjölfar Twitter-færslu forsetans er Trump spar á stóru orðin í garð Tillerson en beinir sjónum sínum frekar að framkvæmdastjóra CIA. Sem framkvæmdastjóri CIA hefur Mike náð að vinna hylli beggja flokka með því að styrkja leyniþjónustuna og koma vörnum landsins í nútímalegra horf, segir Trump meðal annars.

Stýrði pyntingum í leynifangelsi

„Ég hef náð að kynnast Mike mjög vel undanfarna 14 mánuði og ég er sannfærður um að hann er rétta manneskjan fyrir þetta starf á þessum víðsjárverðu tímum. Hann mun taka þátt í því verkefni okkar að endurvekja stöðu Bandaríkjanna í heiminum, “ segir Trump einnig í fréttatilkynningu.

Í frétt Newsweek kemur fram að Gina Haspel sé núna aðstoðarframkvæmdastjóri CIA, og hún hafi starfað fyrir CIA í 30 ár. Það hafi verið heiður að fá að starfa við hlið Pompeo undanfarið ár, hefur Washington Post eftir henni. 
Haspel hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri CIA frá því í febrúar í fyrra en hún stýrði áður þeim hluta CIA sem hafði umsjón með yfirheyrslum yfir einstaklingum sem grunaðir voru um hryðjuverk. Til að mynda að setja fólk lifandi í líkkistur og neita fólki um svefn í varðhaldi, samkvæmt frétt New Yorker.

Haspel stýrði á sínum tíma leynifangelsi CIA í Taílandi. Fangelsið var kallað auga kattarins en þar var meðal annars al-Qaeda liðum haldið föngnum. Svo sem Abd al-Rahim al-Nashiri og Abu Zubaydah. Þar voru fangar meðal annars pyntaðir með vatni (waterboarded) og í skýrslu leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings kom fram að Zubaydah var beittur þannig pyntingum 83 sinnum á einum mánuði, honum neitað um svefn og haldið í stóru boxi. Svo var höfuð hans ítrekað slegið utan í vegg með þeim afleiðingum að hann missti annað augað. 

Ekki tókst að finna neina mynd af Haspel í myndasafni AFP fréttastofunnar og í fleiri gagnasöfnum við skrif þessarar fréttar. Svipaða sögu hafa fleiri að segja. En hér er birt mynd af henni.

Edward Snowden er einn þeirra sem tjáir sig um valið á Haspel á Twitter: 

Washington Post

 

mbl.is
Kommóða
Til sölu 3ja skúffu kommoða,ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000.. ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...