Eitrað fyrir Skripal: Tímalína

Á þessari mynd, sem breska lögreglan hefur birt, sést hvar ...
Á þessari mynd, sem breska lögreglan hefur birt, sést hvar Sergei Skripal er á gangi í smábænum Salisbury ásamt óþekktum manni. Nokkru síðar fannst Skripal meðvitundarlaus. Úr öryggismyndavél/Breska lögreglan

Rússnesku feðginin Yulia og Sergei Skipal fundust meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í smábæ þann 4. mars. Hann er fyrrverandi gagnnjósnari en hafði verið „óvirkur“ í fleiri ár. Hann var dæmdur í fangelsi í Rússlandi fyrir njósnir sínar fyrir leyniþjónustu Bretlands árið 2006 en í fangaskiptum Rússa og Bandaríkjamanna var hann sendur úr landi og settist að í Bretlandi.

Yulia hafði búið á Möltu og síðar í London um hríð en flutti svo aftur til Rússlands þar sem hún stundaði háskólanám. Hún hefur gagnrýnt Vladimír Pútín Rússlandsforseta á Facebook og m.a. sagt að það væri „frábær hugmynd“ að fangelsa hann. Hún hafði komið til Bretlands í frí daginn áður en árásin var gerð.

Hér að neðan verður mál Skripal-feðginanna rakið í stuttu máli. 

Yulia Skripal er með þessa mynd af sér sem prófíl-mynd ...
Yulia Skripal er með þessa mynd af sér sem prófíl-mynd á Facebook. Af Facebook

3. mars klukkan 14.40: Yulia Skripal lendir á Heathrow-flugvelli í London eftir flug frá Rússlandi.

4. mars klukkan 13.40: Sergei Skripal og Yulia koma akandi inn á bílastæði við verslunarmiðstöð í smábænum Salisbury á suðvesturhluta Englands þar sem Sergei Skripal hafði búið í nokkur ár.

4. mars klukkan 14.20: Feðginin fara á kránna The Mill og síðan á pítsustaðinn Zizzi's í Maltings-verslunarmiðstöðinni.

4. mars klukkan 15.35: Feðginin yfirgefa pítsustaðinn.

4. mars klukkan 4.15: Lögreglan færi tilkynningu frá vegfarenda um að par sé meðvitundarlaust á bekk í við verslunarmiðstöðina.

6. mars: Hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar tekur yfir rannsókn málsins. Grunur um eitrun er kominn upp en í fjölmiðlum er sagt að ekki sé talið að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Her- og lögreglumenn hafa verið við störf í Salisbury frá ...
Her- og lögreglumenn hafa verið við störf í Salisbury frá því að feðginin fundust meðvitundarlaus þar í bæ. AFP

Svæðið við verslunarmiðstöðina og bílastæðið er girt af. Einnig er ákveðið að loka barnum The Mill og pítsastaðnum og rannsaka. Þá er einnig ákveðið að setja sjúkrabílastöð, sem sinnti útkallinu vegna feðginanna, í einangrun.

Staðfest er að tveir lögregluþjónar, sem voru fyrstir á vettvang, hafi verið fluttir á sjúkrahús til meðferðar.

7. mars:  Amber Rudd innanríkisráðherra Breta boðar til neyðarfundar til að ræða málið. Lögreglan upplýsir að eitrað hafi verið fyrir feðginunum með taugaeitri og að verið sé að rannsaka hvaða eitur var notað í árásinni.

Tilkynnt er að málið sé þaðan í frá rannsakað sem morðtilræði.

Sjúkrabíl innsiglaður en hann var notaður við að flytja feðginin ...
Sjúkrabíl innsiglaður en hann var notaður við að flytja feðginin á sjúkrahús eftir árásina. AFP

8. mars: Upplýst er að annar lögreglumaðurinn berjist fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi.

9. mars: Herinn er kvaddur á vettvang í Salisbury til að sinna ýmsum störfum í tengslum við rannsókna, m.a. að fjarlægja bíla sem talið var þurfa að rannsaka. 

Tjald er sett yfir gröf Alexanders, sonar Skripal, sem lést á síðasta ári. Lík hans hafði verið brennt. Einnig var tjald sett yfir gröf Liudmila, eiginkonu Skripals, sem lést árið 2012.

10. mars: Í ljós kemur að bíll feðginanna hafði verið dreginn í burtu af bílastæðinu þar sem  hann hafði staðið kyrrstæður í marga daga. 

Lögreglan birtir myndir úr eftirlitsmyndavélum af feðginunum sem teknar voru daginn sem þau veiktust. Á einni þeirra sést Sergei Skripal ásamt manni sem lögreglan leitar upplýsinga um.

Lögreglumaður stendur vörð við kránna The Mill í Salisbury.
Lögreglumaður stendur vörð við kránna The Mill í Salisbury. AFP

11. mars: Fimm staðir í Salisbury eru girtir af vegna gruns um að þar hafi eitrunin átt sér stað. Meðal þeirra eru pítsustaðurinn, líkamsræktarstöð, bekkurinn við verslunarmiðstöðina og barinn. Daginn eftir er bílastæðinu, þar sem feðginin lögðu bíl sínum, bætt við þessa staði.

Allir þeir sem voru á pítsustaðnum og á barnum sama dag og feðginin eru beðnir að þvo föt sín og fylgihluti, s.s. síma, í varúðarskyni.

12. mars: Theresa May forsætisráðherra upplýsir að efnið sem notað var gegn Skripal-feðginunum er taugaeitur sem tilheyrir safni tilbúinna eiturefna sem kallað er novichok. Efnin voru þróuð og framleidd á rannsóknarstofum í Sovétríkjunum í kalda stríðinu. May sagði „mjög líklegt“ að Rússar hafi átt þátt í tilræðinu og gaf þeim frest til miðnættis í gær til að greina frá aðkomu sinni að málinu. Að öðrum kosti yrði gripið til aðgerða gegn þeim.

13. mars: Rússar neita að svara og krefjast þess að fá efnasýnin sem Bretarnir tóku á vettvangi til eigin rannsóknar.

Lögreglan greinir frá því að 38 manns hafi fengið meðferð á sjúkrahúsi vegna gruns um að hafa komist í snertingu við taugaeitrið.

Í dag, 14. mars: Theresa May mun eiga fund með fulltrúum bresku leyniþjónustunnar um stöðu rannsóknarinnar. Í kjölfarið mun hún upplýsa ríkisstjórnina um málið og þá er talið líklegt að hún greini frá aðgerðaráætlun gegn Rússum.

Rússlensk stjórnvöld hafa í dag ítrekað að þau hafi ekki haft neitt tilefni til að eitra fyrir feðginunum. 

Bretar hafa nú óskað eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna málsins. 

mbl.is
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...