Forseti Máritíus neitar að segja af sér

Ameenah Gurib-Fakim, forseti Máritíus, mun ekki segja af sér.
Ameenah Gurib-Fakim, forseti Máritíus, mun ekki segja af sér. AFP

Ameenah Gurib-Fa­kim, forseti Máritíus, hefur neitað að segja af sér embætti vegna fjármálahneykslis. Forsætisráðherra landsins, Pravind Jugnauth, tilkynnti  um væntanlega afsögn hennar á föstudag.

Gurib-Fakim, sem er fyrsti kven­for­seti Má­ritíus og einnig Afr­íku­rík­is, er sökuð um að hafa nýtt sér greiðslu­kort frá góðgerðarsam­tök­um til eig­in nota. Hún neitar allri sök.

Í tilkynningu frá skrifstofu forsetans sem gefin var út fyrir helgi kom fram að kortið hefði verið notað fyrir mistök og að allar fjárhæðir sem teknar voru ófrjálsri hendi hafi verið endurgreiddar.

Embættið hefur nú dregið yfirlýsinguna til baka og sent frá sér nýja. „Hennar hágöfgi, Ameenah Gurib-Fa­kim, hefur ekki gerst sek um neitt og getur sýnt fram á það með sönnunargögnum og hafnar því öllum tillögum um afsögn,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Kortið sem Gurib-Fakim notaði er skráð á frjálsu félagasamtökin Planet Earth Institute og á Gurib-Fakim kort frá sama banka sem hún taldi sig vera að nota. 27.000 dollarar, eða sem nemur tæpum 2,7 milljónum króna, voru teknar af kortinu. Í tilkynningu frá stofnunni í London kemur fram að fjárhæðin hefur verið greidd til systurstofnunarinnar í Máritíus.

Forsetinn fékk kortið til að greiða fyrir ferðakostnað í þeim tilgangi að kynna vísinda- og tæknistörf í Afríku, en doktorsnám við stofnunina er kennt við Gurib-Fakim, sem er sjálf vísindamaður.

mbl.is
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Tveggja herbergja íbúð í Þingholtunum
Tveggja herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 150 þúsund. Íbúðin leigist ...
Járnsmiðja - vantar mann
Vantar vandvirkan og góðan járnsmið sem getur unnið sjálfstætt. Íslenskumælandi....