Fyrstir til að lenda eftir óveðrið

Það var tómlegt að litast um á Logan flugvelli í ...
Það var tómlegt að litast um á Logan flugvelli í Boston í gær. Ljósmynd/Aðsend

Miklum fjölda flugferða til og frá Logan-flugvelli í Boston var aflýst í gær vegna óveðurs sem gekk yfir Massachusetts. Íslenskur ferðalangur sem var þar á ferð tók eftir því að svo virtist sem íslensku flugfélögin tvö væru þau einu sem létu veðrið ekki hamla sér frá því að halda áætlun.

Eitthvað var um að fólk flýtti för heim frá Boston og tæki flug á mánudag í stað þriðjudags vegna óveðursviðvörunar. Eins og fyrri myndin ber með sér, þá virðist líka sem flugi allra véla sem yfirgefa áttu flugvöllinn fyrri hluta kvölds í gær hafa verið aflýst utan flugs WOW air og Icelandair.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir fleiri flugfélög þó hafa lent á flugvellinum. „WOW air var hins vegar fyrsta flugfélagið sem lenti eftir að óveðrið tók að lægja,“ segir hún.

Flugvöllurinn hafi þó vissulega verið tómlegur, enda slæmt óveður sem fór yfir svæðið aðfaranótt þriðjudags og fyrri hluta þriðjudags. Það hafi því unnið með íslensku flugfélögunum að vera ekki að lenda í Boston fyrr en undir kvöld, en auk þeirra hafi vélar frá United Airlines og Lufthansa m.a. lent á vellinum.

Óveðrið sem gekk yfir Massachusetts hafði áhrif á ferðir fjölda ...
Óveðrið sem gekk yfir Massachusetts hafði áhrif á ferðir fjölda manns, en truflaði ekki ferðaáætlun þeirra sem áttu pantað flug með íslensku flugfélögunum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...