Hundur drapst í handfarangursgeymslu

Flugfél frá United Airlines hefur sig á loft.
Flugfél frá United Airlines hefur sig á loft.

Hundur drapst um borð í flugvél United Airlines eftir að flugfreyja setti hann í handfarangursgeymsluna.

Hundurinn var svartur, franskur bolabítur og var í gæludýrabúri á meðan á fluginu stóð á frá borginni Houston til New York á mánudag. 

United Airlines sagðist bera fulla ábyrgð á dauðsfallinu og sagði að ekki ætti að geyma gæludýr í handfarangursgeymslum.

„Þetta var sorglegt slys sem ætti ekki að hafa gerst,“ sagði í yfirlýsingu frá flugfélaginu, þar sem samúðarkveðjur voru einnig sendar til eiganda hundsins.

Einn af farþegunum, sem var í sætinu fyrir aftan eiganda hundsins, sagði að eigandanum hafi verið sagt að setja hundinn í farangursgeymsluna eftir að hafa komið um borð í vélina með tvö börn, þar á meðal ungabarn, að sögn New York Times.

„Gæludýraeigandinn sagðist alls ekki vilja setja gæludýrabúrið þangað upp,“ sagði farþeginn, Maggie Gremminger.

Flugfreyjan krafðist þess aftur á móti að búrið skyldi sett í farangursgeymsluna af öryggisástæðum.´

Í frétt BBC  kemur fram að flugfreyjan hafi síðar sagt að hún vissi ekki að hundurinn hafi verið í búrinu.

mbl.is
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...