Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna May

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Rússneskir fjölmiðlar hafa sakað Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að hafa „eitrað“ fyrir samskiptum á milli breskra og rússneskra stjórnvalda.

May tilkynnti í gær að 23 rússneskir erindrekar yrðu reknir úr landi eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneskum njósnara í Bretlandi.

„Theresea May hefur eitrað fyrir samskiptum á milli London og Moskvu,“ sagði í fyrirsögn Nezavisimaya Gazeta.

Viðskiptablaðið Kommersant sakaði Breta um „eitruð viðbrögð“.

„Slæm samskipti á milli Moskvu og London hafa náð hápunkti sínum,“ sagði í blaðinu.

Götublaðið Komsomolskaya Pravda sagði að May hafi „reynt að að saka Rússa um að hafa drýgt hverja einustu synd undir sólinni“.

Kreml í Moskvu.
Kreml í Moskvu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert