„Þetta var valdarán“

Mugabe er 94 ára gamall.
Mugabe er 94 ára gamall. AFP

Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simba­bve, segist hafa sagt af sér sem forseti í kjölfar valdaráns. Mugabe var forseti landsins í 20 ár en hafði áður verið forsætisráðherra í sjö ár, áður en Em­mer­son Mn­angagwa tók við embætti forseta seint á síðasta ári.

„Þetta var valdarán, þótt sumir vilji ekki kalla það réttu nafni,“ sagði Mugabe í sjónvarpsviðtali við suðurafríska fréttastöð. 

Mugabe sagði af sér í nóvember á síðasta ári eftir mikinn þrýsting frá hern­um, al­menn­ingi og eig­in stjórn­mála­flokki. Em­mer­son Mn­angagwa tók fljótlega við völdum og lofaði hann nýjum tímum í landinu en flestir hinna 16 milljóna íbúa þess eru fátækir og atvinnuleysi er mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert