Féll út um neyðarútgang og lést

Þota frá Emirates flugfélaginu.
Þota frá Emirates flugfélaginu. AFP

Kona úr áhöfn flugfélagsins Emirates lést eftir að hún féll út um neyðarútgang á flugvél sem lagt var á flugvellinum í Entebbe í Úganda. Talsmaður sjúkrahússins sem hún var flutt á segir að konan hafi verið látin er hún kom á spítalann.

Verið er að rannsaka tildrög slyssins. 

Í yfirlýsingu flugmálayfirvalda í Úganda kemur fram að svo virðist sem konan hafi opnað neyðarútganginn og fyrir slysni dottið út. Vélin hafði lent á flugvellinum í Entebbe skömmu áður. Sjónarvottur segist sannfærður um að konan hafi vísvitandi hent sér út úr vélinni. Úganska dagblaðið The Daily Monitor segist einnig hafa heimildir fyrir því að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. 

Í yfirlýsingu frá Emirates segir hins vegar að konan hafi „því miður fallið út um opnar dyr er hún var að undirbúa vélina fyrir komu farþega“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert