Gefa upp von um að finna fólk á lífi

Að minnsta kosti átta bíl­ar urðu und­ir brúnni þegar hún …
Að minnsta kosti átta bíl­ar urðu und­ir brúnni þegar hún hrundi. AFP

Björgunarmenn einbeita sér að því að finna lík þeirra sem urðu undir tæplega 900 tonna göngubrú sem féll í Miami í gær. Að minnsta kosti sex eru látnir og níu hafa verið fluttir á spítala.

Frétt mbl.is: Tala látinna hækkar

Göngu­brú­in, sem liggur yfir átta akreina hraðbraut og tengdi sam­an há­skóla og stúd­entag­arða Florida In­ternati­onal, var sett upp fyr­ir tæpri viku. Að minnsta kosti átta bíl­ar urðu und­ir brúnni þegar hún hrundi. Afar líklegt er talið að fleiri lík finnist í bílunum sem krömdust undir brúnni. Að minnsta kosti einn hinn látnu var nemandi við skólann.

Dave Downey, slökkviliðsstjóri í Miami, staðfesti í dag að fullvíst yrði að teljast að enginn fyndist á lífi í rústunum.

„Við vitum að það eru lík þarna undir og við komumst ekki að þeim. Það er hræðilegt,“ segir Juan Perez, yfirmaður lögreglustöðvarinnar í Miami-Dade.

Frétt BBC

Björgunar- og hreinsunarstarf hefur staðið yfir í um sólarhring.
Björgunar- og hreinsunarstarf hefur staðið yfir í um sólarhring. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert