Lifandi úrskurðaður látinn

Constantin Reliu.
Constantin Reliu. Ljósmynd/Twitter

Dómstóll í Rúmeníu hefur neitað kröfu manns um að hann sé á lífi en maðurinn var opinberlega úrskurðaður látinn fyrir tveimur árum síðan.

Talsmaður dómstólsins í Vasului í norðurhluta landsins sagði að hinn 63 ára gamli Constantin Reliu hefði áfryjað málinu of seint og því hefði það farið svona.

Reliu fluttist frá Rúmeníu til Tyrklands árið 1992 og missti tengslin við fjölskyldu og vini í heimalandinu. Eiginkona hans hélt að Reliu hefði látist og útvegaði dánarvottorð árið 2016.

Tyrknesk yfirvöld höfðu uppi á Reliu fyrr á árinu en þá var landvistarleyfi hans þar útrunnið. Þegar Reliu kom aftur til heimalandsins komst hann að því að hann hafði verið úrskurðaður látinn.

„Ég er dauður, þó ég sé á lífi. Ég get ekki aflað mér neinna tekna og get í raun ekki gert neitt,“ var haft eftir Reliu eftir að dómurinn var kveðinn upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert