Ri framlengir dvöl sína í Svíþjóð

Ut­an­rík­is­ráðherra Norður-Kór­eu, Ri Yong-Ho, ræddi við utanríkisráðherra Svíþjóðar, Margot Wallström, í gærkvöldi og fundar í dag með forsætisráðherra Svíþjóðar. Áður hefur verið greint frá því að sænski forsætisráðherrann, Stef­an Löf­ven, sagði að Svíar væru reiðubún­ir að halda fund Don­alds Trumps, for­seta Banda­ríkj­anna, og Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kór­eu.

Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu að heimsókn ráðherrans til Svíþjóðar væri til að ræða samskipti ríkjanna en Svíþjóð hef­ur lengi átt í stjórn­mála­sam­bandi við Norður-Kór­eu.

Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar sagði að á fundunum yrði einblínt á spennuna á Kóreuskaga og stöðu Svíþjóðar fyr­ir hönd Banda­ríkj­anna í Norður-Kór­eu.

Upphaflega var gert ráð fyrir því að Ri myndi yfirgefa Svíþjóð í kvöld en hann hefur framlengt dvöl sína fram á sunnudag.

„Ef aðalleikararnir vilja að Svíar spili eitthvert hlutverk þá erum við tilbúnir,“ sagði Stefan Löfven þegar hann var spurður um það hvort fundur Trump og Kim yrði haldinn í Svíþjóð.

Ri Yong-Ho í Stokkhólmi í morgun.
Ri Yong-Ho í Stokkhólmi í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert