Óbreyttir borgarar flýja Afrin

Börn flýja Afrin-borg.
Börn flýja Afrin-borg. AFP

Meira en 150 þúsund óbreyttir borgarar hafa flúið Afrin-borg í norðurhluta Sýrlands síðan á miðvikudagskvöld. Fólkið hefur flúið árásir Tyrklandshers, sem ræðst gegn Kúrdum á svæðinu.

„Það voru harðir bardgar í nótt í útjarði borgarinnar þar sem tyrkneskar hersveitir og banda­menn þeirra úr hópi upp­reisn­ar­manna í Sýr­landi reyndu að brjótast inn í borgina,“ sagði talsmaður Syri­an Observatory for Hum­an Rights í morgun.

Fólk hefur streymt frá Afrin-borg í vikunni.
Fólk hefur streymt frá Afrin-borg í vikunni. AFP

Tyrkneski her­inn hef­ur þegar náð yf­ir­ráðum yfir mörg­um bæj­um og þorp­um í Afr­in-héraði en þar barðist Hauk­ur Hilm­ars­son við hlið Varn­ar­sveita Kúrda (YPG) og er sagður hafa fallið í árás Tyrkja þann 24. fe­brú­ar. 

„Óbreyttir borgarar flýja til suðurs,“ sagði Rami Adbel Rahman hjá sýrlensku mannréttindasamtökunum Syrian Observatory for Human Rights en leiðin til suðurs er eina leiðin fyrir fólk til að flýja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert