Segir af sér í kjölfar hneykslismála

Ameenah Gurib-Fa­kim.
Ameenah Gurib-Fa­kim. AFP

Ameenah Gurib-Fa­kim, for­seti Má­ritíus, sagði af sér embætti í dag vegna hneykslismála. Einungis nokkrir dagar eru síðan Gurib-Fakim neitaði að segja af sér vegna sömu mála.

Gurib-Fa­kim, sem er fyrsti kven­for­seti Má­ritíus og einnig Afr­íku­rík­is, er sökuð um að hafa nýtt sér greiðslu­kort frá góðgerðarsam­tök­um til eig­in nota. 

Lögfræðingur forsetans, Yousouf Mohamed, sagði að ákvörðun hennar um að stíga til hliðar væri tekin í þágu þjóðarinnar og tæki gildi 23. mars.

Kortið sem Gurib-Fa­kim notaði er skráð á frjálsu fé­laga­sam­tök­in Pla­net Earth Institu­te og á Gurib-Fa­kim kort frá sama banka sem hún taldi sig vera að nota. 27.000 doll­ar­ar, eða sem nem­ur tæp­um 2,7 millj­ón­um króna, voru tekn­ar af kort­inu. Í til­kynn­ingu frá stofn­unni í London kem­ur fram að fjár­hæðin hafi verið greidd til syst­ur­stofn­un­ar­inn­ar í Má­ritíus.

For­set­inn fékk kortið til að greiða fyr­ir ferðakostnað í þeim til­gangi að kynna vís­inda- og tæknistörf í Afr­íku, en doktors­nám við stofn­un­ina er kennt við Gurib-Fa­kim, sem er sjálf vís­indamaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert