Féll á svið og lét lífið

Frá sýningu Cirque du Soleil fyrr á árinu.
Frá sýningu Cirque du Soleil fyrr á árinu. AFP

Einn liðsmanna Cirque du Soleil-fjölleikahópsins lést eftir að hann féll á svið á sýningu hópsins í Tampa Bay í Flórída í gær.

Yann Arnaud, 38 ára gamall Frakki, missti fótanna í atriði sínu í sýningu, féll á sviðið og lést á spítala síðar um kvöldið.

„Við erum öll í miklu áfalli vegna málsins,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu frá Cirque du Soleil eftir dauða Arnaud.

Rannsókn á því hvað fór úrskeðis stendur yfir en Cirque du Soleil aflýsti tveimur sýningum sem áttu að fara fram á Tampa í dag. 

mbl.is
Til leigu .
Svefnherbergi og stofa með snyrtingu í Kópavogi . Leigan er kr. 90.þús. pr.mán....
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...