Lögregla stöðvaði „Hómer Simpson“

Umrætt ökuskírteini.
Umrætt ökuskírteini. Ljósmynd/Twitter

Karlmaður sem lögreglan stöðvaði í bænum Milt­on Keynes í suðurhluta Englands í nýliðinni viku var með falsað ökuskírteini en lögregla telur í það minnsta afar ólíklegt að um sé að ræða Hómer Simpson.

Greint er frá því á vefsíðu Sky News  að maður hafi verið stöðvaður í síðustu viku og beðinn um að sýna lögreglu ökuskírteini. Þar stóð skrifað „H. Simpson“ og heimilisfangið var „28 Springfield Way, USA.“ Auk þess var mynd af Hómer sjálfum á skírteininu.

„Lögregluþjónn á okkar vegum stöðvaði bíl í vikunni. Þegar hún ætlaði að skoða ökuskírteini bílstjórans blasti þetta við,“ kom fram hjá lögreglunni á Twitter:

Bíllinn var gerður upptækur og maðurinn var kærður fyrir að keyra með falsað ökuskírteini.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert