Náðu meirihluta Afrin á sitt vald

Sýrlensk börn virða hér fyrir sér tjón á byggingum í …
Sýrlensk börn virða hér fyrir sér tjón á byggingum í Afrin eftir árásir tyrkneska hersins fyrr á árinu. AFP

Tyrkneski herinn hefur náð helmingi Afrin-borgar í Sýrlandi á sitt vald. Að sögn AFP-fréttastofunnar stóðu tyrkneskar hersveitir fyrir leiftursókn yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands og hafa þær nú, ásamt bandamönnum sínum, náð rúmlega helmingi borgarinnar af varnarsveitum kúrda eftir harðar árásir undanfarna daga.

AFP-hefur eftir almennum borgurum í Afrin, þar sem meirihluti íbúa eru Kúrdar, að Varn­ar­sveitir kúrda, YPG, hafi hörfað frá borginni.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði í dag að Tyrkir hefðu náð fullri stjórn á miðhluta Afrin-borgar og að sprengjuleitarsveitir væru nú að störfum.

Það hefur verið eitt helsta markmið Tyrkja með aðgerðum sínum að ná Afrin á sitt vald, en þeir hafa staðið fyrir áhlaupi á Afrin frá því í lok janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert