Segir Rússa hafa safnað taugagasi

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. AFP

Rússar hafa safnað birgðum af taugagasi, eins og því sem notað var í árásinni gegn Ser­gei Skripal og dótt­ur hans Yuliu, síðasta áratuginn. Þessu heldur Borin Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, fram.

Vla­dimir Chizhov, sendiherra Rússlands hjá Evr­ópu­sam­band­inu, hefur gefið í skyn að taugagasið hafi mögulega verið búið til í breskri til­rauna­stofu. Johnson segir það algjörlega fráleitt.

„Við höfum sannanir sem sýna að Rússar hafa verið að búa til og safna birgðum af novichok-eit­ur­efnum,“ sagði Johnson í samtali við BBC.

Hann bætti því við að viðbrögð Rússa síðustu daga væru ekki „viðbrögð þess saklausa“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert