Trump harðorður á Twitter

Robert Mueller og Donald Trump.
Robert Mueller og Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í dag gagnrýnt rannsókn Roberts Mueller harðlega en Mueller leiðir rann­sókn á meint­um af­skipt­um Rússa af bandarísku forsetakosningunum haustið 2016.

Forsetinn sagði að rannsóknin væri ósanngjörn og hlutdræg og að þeir starfsmenn sem sæju um rannsóknina væru nánast eingöngu Demókratar; margir þeirra stuðningsmenn Hillary Clinton, sem Trump vann í forsetakosningunum.

Mueller sjálfur er skráður í Repúblikanaflokkinn.

Þá sendi lög­fræðing­ur for­set­ans, John Dowd, frá sér yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem hann sagði það vera tíma­bært að rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara á afskiptum Rússa lyki fljótt, enda væri hún spillt.

Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður Repúblikana sem oft hefur gagnrýnt Trump, sagði að allt liti út fyrir að forsetinn væri að búa sig undir að reka Mueller.

Andrew McCa­be, sem var á föstu­dagskvöld rek­inn sem aðstoðarfor­stjóri banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI, hef­ur af­hent þing­nefnd sem rann­saka meint af­skipti Rússa af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um minn­is­blöð af fund­um sín­um með Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta.

Trump sagði á Twitter að hann hefði sjaldan verið með McCage og hann hefði aldrei skrifað neitt niður þegar þeir voru saman. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert