Brexit-samkomulag í höfn

AFP

Samninganefndir breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um úrsagnarferli Bretlands úr Evrópusambandinu. Búið er að útfæra flest ágreiningsatriði samningsins en enn á eftir að útkljá nokkur, m.a. er snúa að Norður-Írlandi.

Frá þessu greindi breska ríkisútvarpið nú síðdegis. Samningurinn kveður á um að aðlögunartími vegna úrsagnarinnar verði frá 29. mars á þessu ári fram til desember árið 2020 en aðlögunartímanum er ætlað að mýkja fyrir varanlegu sambandi milli Bretlands og ESB. 

Meðal þess sem ríkin hafa náð sátt um eru réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi annars vegar og Breta í Evrópusambandsríkjum hins vegar sem og íbúa sem flytjast þar á milli á aðlögunartímanum.

Bretum verður jafnframt heimilt að gera og undirrita verslunarsamninga við önnur ríki sem á meðan á aðlögunartímanum stendur og mega slíkir samningar taka gildi 2021. Þá verður hugsanlega gert ráð fyrir útfærslu sem þýði aðgangur Norður-Íra að innri markaði Evrópusambandsins og tollabandalagi þess til að forðast hörð landamæri á Írlandi.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur þó talað gegn því að Norður-Írland yrði sett undir annan hatt en restin af Bretlandi. Eins hefur David Davis, samningamaður Breta í viðræðunum, sagt markmið viðræðnanna vera að viðhalda svo góðu sambandi við Evrópusambandið að óþarft væri fyrir Norður-Írland að hafa sérstakan samning.

Theresa May sagði í samtali við breska ríkisútvarpið samninginn bera þess merki að góður vilji sé beggja megin samningaborðsins vegna fyrirhugaðrar úrsagnar og því sé unnt að samningur náist sem báðir samningsaðilar séu sáttir við.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Kommóða
Til sölu 3ja skúffu kommoða,ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000.. ...
Eyjasól sumarhús, lausar helgar..
Dagar í hlýjum og góðum sumarh. Rúm fyrir 5-6. Leiksvæði. Stutt að Geysi, Gullfo...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...