Sex and the City-stjarna næsti ríkisstjóri?

Cynthia Nixon, sem lék í sjónvarpsþáttunum vinsælu Sex and the City, hefur tilkynnt um framboð sitt til ríkisstjóra New York.

Nixon, sem lék Miröndu Hobbs í þáttunum, ætlar að berjast við núverandi ríkisstjóra Andrew Cuomo um tilnefningu Demókrataflokksins í embættið, samkvæmt BBC

Nixon er 51 árs aðgerðasinni og hefur lengi verið talað um að hún ætli að bjóða sig fram sem ríkisstjóra.

Hún vann Emmy-verðlaunin fyrir frammistöðu sína í Sex and the City árið 2004.

Cynthia Nixon.
Cynthia Nixon. AFP
mbl.is
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Mjög góð Toy Avensis Station
Til sölu mjög góð Toyota Avensis Station 2003 árgerð, ekin 180þ km. Bensín bíll ...