Þriðja sprengingin í Texas

Auglýsing frá Alríkislögreglunni þar sem peningar eru boðnir gegn upplýsingum …
Auglýsing frá Alríkislögreglunni þar sem peningar eru boðnir gegn upplýsingum sem gætu tengst málinu.

Tveir slösuðust í sprengingu í Austin í Texas í nótt. Nokkrar sprengjuárásir hafa verið gerðar í borginni að undanförnu en lögreglan hefur ekki enn staðfest hvort að sprengingin sem varð í nótt tengist þeim árásum.

Þrjár árásir hafa verið gerðar frá því snemma í mars og í öllum tilvikum hefur pakki verið skilinn eftir á dyraþrepi. Tveir hafa látist og tveir hafa særst.

Lögreglan bauð í gær peninga fyrir allar upplýsingar sem gætu tengst málinu.

Báðir þeir sem látist hafa í sprengingunum eru svartir og útilokar lögreglan ekki að málið tengist kynþáttahatri.

Lögreglustjórinn í Austin segist telja að sprengjurnar séu viðvaranir. 

Íbúar í borginni hafa verið varaðir við því að snerta ekki á pökkum sem þeir eiga ekki von á. 

Alríkislögreglan kemur að rannsókn málsins.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert