Facebook „bálreitt“ vegna gagnaleka

Facebook er afar ósátt við stöðu mála.
Facebook er afar ósátt við stöðu mála. AFP

Samskiptamiðllinn Facebook er „bálreiður“ eftir að hafa verið „svikinn“ vegna misnotkunar á gögnum af ráðgjafafyrirtækinu Cambridge Analytica sem safnaði saman upplýsingum um 50 milljónir notenda Facebook.

Í yfirlýsingu frá Facebook skellir samskiptamiðillinn skuldinni á breska fyrirtækið, sem talið er að hafi hjálpað Donald Trump Bandaríkjaforseta að ná kjöri. Fram kemur að fyrirtækið hafi brotið skilmála Facebook með því að misnota gögn frá fræðimanni.

„Allt fyrirtækið er bálreitt yfir því að hafa verið svikið. Við leggjum mikla áherslu á að styrkja okkar stefnu varðandi verndun upplýsinga um almenning og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sjá til þess að það gerist,“ segir í yfirlýsingunni.

Þar kemur einnig fram að forstjóri Facebook, Mark Zuckerberg, og framkvæmdastjórinn Sheryl Sandberg leggi mikið á sig, ásamt samstarfsfólki sínu, til að fá allar staðreyndir í málinu upp á yfirborðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert