Karli dæmdar bætur vegna mismununar

mbl.is

Dómstóll í Austurríki hefur dæmt þarlendum embættismanni rúmlega 317 þúsund evrur í bætur vegna mismununar á grundvelli kynferðis. 

Embættismaðurinn, Peter Franzmayr, höfðaði mál árið 2011 eftir að hann fékk ekki stöðuhækkun í samgönguráðuneyti Austurríkis. Þess í stað var kona skipuð í embættið. Dómstóllinn dæmdi Franzmayr, í hag í febrúar.

Fram kemur í frétt AFP að samkvæmt dóminum hefði konan fengið jákvæðari meðhöndlun en aðrir umsækjendur allt frá upphafi skipunarferlisins.

Þáverandi samgönguráðherra, Doris Bures sem var fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins, segir konuna hafa verið skipaða vegna þess hversu fáar konur hefðu verið í stjórnunarstöðum innan ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert