Pakkasprengja springur hjá FedEx

Lögregla hefur hér afmarkað svæði í íbúðahverfi í Austin þar …
Lögregla hefur hér afmarkað svæði í íbúðahverfi í Austin þar sem ein af sprengjunum sprakk. AFP

Pakkasprengja sprakk á einni af birgðastöðvum FedEx í nágrenni San Antonio í Texas í nótt. Einn særðist í sprengingunni að sögn slökkviliðsins á staðnum. Atvikið átti sér stað í bænum Schertz sem er skammt frá höfuðborginni Austin, en  fjórar sprengjur hafa sprungið í borginni á undanförnum vikum.

AP-fréttastofan hefur eftir bandarísku alríkislögreglunni FBI að pakkinn sem sprakk hafi verið á leið til Austin og að öllum líkindum þá tengist atvikið í nótt fyrri sprengingum í borginni, sem þegar hafa kostað tvo lífið.

BBC segir yfirvöld telja sprengingarnar vera verk sama aðila.

Slökkviliðið í San Antonio segja meiðsl þess sem særðist í sprengingunni í nótt ekki vera alvarleg.

Þrjár af fjórum sprengjum sem sprungu í Austin voru í pökkum sem skildir höfðu verið eftir í íbúðarhúsum.

Fjórða sprengjan var hins vegar að öllum líkindum virkjuð með sprengiþræði af tveimur mönnum sem gengu á þráðinn á götu í Austin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert