Vígamenn Ríki íslams gerðu áhlaup í Damaskus

Reykur eftir loftárás í nágrenni Damaskus nýverið.
Reykur eftir loftárás í nágrenni Damaskus nýverið. AFP

Vígamenn Ríkis íslams gerðu óvænt árás í nótt í úthverfi höfuðborgar Sýrlands og féllu 36 hermenn stjórnarhersins, að því er mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja. Ríkisstjórn landsins hefur ekki tjáð sig um árásina. Samtökin segja að vígamennirnir hafi náð völdum í hverfinu Qadam og að við valdatökuna hafi 36 stjórnarhermenn fallið. 

Tugir til viðbótar særðust eða voru teknir höndum. 

Vígamennirnir hafa verið með Hajar al-Aswad-hverfið á valdi sínum og gerðu áhlaup á annað hverfi þaðan. Samkvæmt heimildum mannréttindasamtakanna er stjórnarherinn nú að safna liði til að ná hverfinu aftur á sitt vald.

Qadam er í suðurhluta Damaskus og þar hafa öfgahópar hreiðrað um sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert