Sekt fyrir að kalla lögreglumenn „strumpa“

Lögreglumenn að stöfum í Austurríki.
Lögreglumenn að stöfum í Austurríki. AFP

Austurrískur karlmaður hefur verið sektaður fyrir að kalla lögreglumenn „strumpa“.

Í frétt AP-fréttastofunnar segir að yfirvöld í Tyrol-héraði hafi sent manninum sektarmiða fyrir að brjóta gegn almennu velsæmi og fyrir að ærumeiða tvo lögreglumenn.

Það sem maðurinn gerði var að vara fólk í ákveðnum Facebook-hópi við því að „tveir strumpar“ væru að hraðamæla á ákveðinni götu. Lögreglumaður, sem var meðlimur í Facebook-hópnum, kvartaði til yfirmanna sinna vegna málsins.

Maðurinn heldur því fram að orðið „strumpar“ sé sárasaklaust og hafi ekki verið notað til að meiða æru lögreglumannanna. Hann fellst ekki á að þurfa að greiða sektina og ætlar að verjast kröfunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert